03. desember 2010

KRAL olíueyðslumælir

 
Þetta á að sjálfsögðu að vera staðalbúnaður í hverju skipi segja útgerðarmennirnir þeir Jónas og Vilhelm. Þeir voru búnir að íhuga það lengi að fá olíueyðslumæli um borð í Hástein ÁR. Það var svo þegar þeir kynntust KRAL að þeir ákváðu að láta verða af þessu áður en nýtt fiskveiðiár hæfist.

Þar sem olíuverð er það hár útgjaldaliður í rekstri útgerða í dag, þá er alveg ljóst að í það minnsta verða menn að vera meðvitaðir um olíueyðslutölur.
 
Það kom berlega í ljós í prufukeyrslunni hversu þýðingarmikið er að sjá stundareyðsluna hverju sinni í réttu hlutfalli við álagið á aðalvélinni sagði Jónas. KRAL olíueyðslumælirinn er hreint ótrúlega nákvæmur eða 0.1% sem bíður uppá mjög nákvæma nálgun á stillingu á hagkvæmustu keyrslunni. Til að mynda sigldum við á 8.6 sjómílum og var þá olíueyðslan 73 lítrar á klst. Þegar við jukum hraðann í 11 sjómílur þá fór olíueyðslan í 137 lítra á klst. Með öðrum orðum, hún nánast tvöfaldaðist við hraðaaukningu uppá 2.4 sjómílur.
  
Til þess að gera þetta eins vel úr garði og hægt var, þá var Járnkarlinn ehf. í Þorlákshöfn fenginn til að sjá um niðursetninguna á nemunum. Hingað komu svo tveir menn frá KRAL í Austurríki í prufukeyrsluna, þeir Martin Jones og Christoph Ritter.
 
Eftir prufukeyrsluna sem tókst vel, þá buðu þeir Jónas og Villi til humarveislu á veitingastaðnum Fjöruborðinu á Stokkseyri sem heppnaðist með afbrigðum vel.
 
Martin og Christoph höfðu það að orði að þeir hafi víða farið í svona ferðir en aldrei fengið aðrar eins mótttökur frá viðskiptamönnum, það fór ekki af þeim ánægjubrosið alla leið til Reykjavíkur eftir veisluhöldin. 
 
 
English
 
KRAL fuel meter
 
This device should without a doubt be a standard equipment in every vessel, according to fishing operators Jónas and Vilhelm. They had considered for some time now to get a fuel meter for their vessel, Hásteinn ÁR. It was not until they were introduced to KRAL fuel meters that they were convinced to get one before the beginning of a new fishing year.
 
The importance of knowing how much fuel the vessels are using becomes necessary, especially since oil prices play a significant role in the expenditures of fisheries today. It became apparent in the vessel's first trip after a KRAL fuel meter had been installed just how significant it is to be able to view the actual usage while considering the load put on the main engine Jonas said. KRAL fuel meter is very precise (0.1%) which offers exact adjustment to find out the most efficient way to run the engine.
 
As an example we cruised on 8.6 nautical miles and the fuel usage was 73 litres pr hour. When we increased the speed to 11 nautical miles the fuel usage increased to 137 litres pr hour. In other words, it almost doubled when increasing the speed by 2.4 nautical miles.
 
Martin Jones and Christoph Ritter from KRAL Austria were here to witness the vessel's first trip after the emplacement of KRAL fuel meters on board Hásteinn ÁR.
 
After the first trip which was a success, Jónas and Vilhelm invited us all for a lobster feast at the restaurant Fjöruborðið in Stokkseyri.
 
 
 
 
Við prufukeyrsluna
Til baka