19. janúar 2011

Einar Hálfdáns ÍS-11 fær nýja TRAC hliðarskrúfu

 
Við gáfumst upp með Sleipner hliðarskrúfuna, við vorum búnir að fullreyna þetta. Því miður vissum við ekki af TRAC hliðarskrúfunum hjá Aflhlutum þegar við hófum smíði á nýjum bát fyrir rúmu ári síðan sagði útgerðarmaðurinn Guðmundur Einarsson.

TRAC hliðarskrúfan sem er 250mm í þvermál passaði beint í sama rör sem fyrir var í bátnum, þannig að það tók innan við einn dag að skipta um. Það sem meira er, TRAC skrúfan sem hefur sama þvermál og Sleipner skrúfan er að sögn áhafnar Einar Hálfdáns ÍS að skila umtalsvert meira afli.
 
 
Á myndinni hér að neðan má sjá muninn á TRAC hælnum og Sleipner hælnum sem tekin var í burtu.
 
 
                           SLEIPNER                                     TRAC
Til baka