04. febrúar 2011

Guðmundur VE-29 fær nýja 18" SeaQuest fiskidælu

 
Þá er Guðmundur VE-29 kominn í hóp fjölmargra uppsjávarveiðiskipa sem valið hafa SeaQuest fiskidælu og óska starfsmenn Aflhluta ehf. þeim velfarnaðar með nýju dæluna í framtíðinni.

SeaQuest fiskidælurnar eru orðnar vel þekktar á meðal áhafnarmeðlima á uppsjávarveiðiskipum víða um heim. Má í því samhengi nefna Noreg sem dæmi, þar sem fjöldi seldra SeaQuest dæla eykst með hverju ári. Þar vega þyngst umsagnir skipstjórnarmanna og framleiðslustjóra í norskum fiskverksmiðjum.

Það er samdóma álit þessara aðila að SeaQuest dælurnar fari mun betur með fiskinn í dælingu úr veiðarfærum. Þetta sést best í vinnslunni í síldarflökum og einkum makrílflökum. Niðurstaðan er að sjálfsögðu sú að meira aflaverðmæti fæst úr hverjum veiðitúr.

Einnig er það talinn mikill kostur við SeaQuest dælurnar hversu léttar þær eru, meðfærilegar og vel varðar fyrir hnjaski.

Þess má geta að í dag eru yfir 50 norsk uppsjávarveiðiskip með SeaQuest dælur.

 

 

 
Til baka