03. ágúst 2011

Tvær nýjar TRAC hliðarskrúfur reynast frábærlega vel

 
Tveir af aflahæstu smábátum Íslands hafa verið útbúnir með TRAC hliðarskrúfum að aftan. Þetta eru þeir Einar Hálfdáns ÍS-11 og Tryggvi Eðvalds SH-2.

Umsögn eiganda og skipstjóra er samróma:
 
,,Þetta er algjör snilld'', segir Ásbörn Óttarsson eigandi Tryggva Eðvalds SH-2. Arnar Laxdal skipstjóri á Tryggva Eðvalds SH-2 segir TRAC skrúfuna vera það öfluga að framskrúfan (sem reyndar er einnig TRAC skrúfa) er nánast ekkert notuð í andófinu.
 
Algjör bylting segir Guðmundur Einarsson eigandi Einars Hálfdáns ÍS-11. ,,Það er okkar álit að hliðarskrúfurnar frá TRAC eru þær einu sem hægt er að stóla á í atvinnubáta'', segja þeir Guðmundur Einarsson og Ásbjörn Óttarsson.
 
 
 
 
 
Til baka