08. september 2011

Hoffell SU-80 fær nýja 18 tommu SeaQuest dælu

 
ALGJÖR BYLTING, segir Bergur Einarsson skipstjóri

 
Umsögn frá skipstjóra, framleiðslustjóra og yfirvélstjóra um nýju SeaQuest fiskidæluna um borð í Hoffelli SU-80:
 
Bergur Einarsson skipstjóri: Algjör bylting!! Ég er mjög ánægður með nýju SeaQuest dæluna sem við erum nýlega komnir með um borð. SeaQuest dælan er léttari og meðfærilegri en sú dæla sem fyrir var. Hún dælir mun betur og að auki fer hún mun betur með aflann, sem leiðir af sér hærra aflaverðmæti.
 
Kristmundur Þorleifsson yfirvélstjóri: Ég var með verulegar efasemdir um að SeaQuest dælan gæti gert eitthvað betur en sú dælutegund sem við höfðum fyrir um borð, ég tjáði þeim Bergi skipstjóra og Kjartani útgerðarstjóra um skoðun mína. Eftir að við fórum að nota SeaQuest dæluna um borð í Hoffellinu, þá hefði ég ekki trúað því nema verða vitni að því hversu mikill munur er á þessum dælum. Ég get sagt það, að mínu áliti er himinn og haf á milli þessara tveggja dæla. SeaQuest dælan byrjar strax að dæla um leið og henni er slakað niður í sjóinn, hún dælir miklu jafnar en sú dæla sem fyrir var, það stíflast aldrei lögnin að skiljara, sem var alltaf að eiga sér stað áður og síðast en ekki síst þá sér maður mikinn mun á aflanum, það er mun minna um dæluskemmdir.
 
Þorri Magnússon framleiðslustjóri: Mikill munur á gæðum, nánast engar sjáanlegar dæluskemmdir eins og voru í aflanum áður. Mun minna blóðmar í flökum, þannig að ég get ekki sagt annað en ég mæli með dælunum frá SeaQuest.
Til baka