30. september 2011

Vel heppnuð sjávarútvegssýning

 
Mikill áhugi  var á meðal gesta sýningarinnar á vöruflokkum og lausnum sem Aflhlutir ehf bjóða upp á.

Eins og margir vita þá voru Aflhlutir með bás á sjávarútvegssýningunni. Við erum mjög ánægðir með þær viðtökur sem við fengum og var básinn nánast aldrei án gesta. Mikill áhugi var á vöruflokkunum sem við vorum að kynna, þar ber hæst fiskidælan frá SeaQuest, búnaðurinn frá Landia til meltugerðar um borð í fiskiskipum, KRAL dælurnar og olíueyðslumælarnir og það sem vakti mjög mikla athygli var Ultrasonic MOT-150N tækið frá Tierra Tech sem Vélvirki ehf á Dalvík hefur fest kaup á.
 
Einnig má nefna að gengið var frá sölu á MOT-350N tæki á sýningunni. Kaupandi þess tækis er Vélsmiðjan Logi ehf á Patreksfirði. Tækið kemur um miðjan október og fer Barði þá að taka á móti pöntunum í hreinsun kæla og margs fleira, því það er nánast ekkert sem þessi tæki geta ekki hreinsað.
 
Barði Sæmundsson eigandi Vélsmiðjunnar Loga ehf. á Patró er hér að
ganga frá pöntun á Tierra Tech Ultrasonic MOT-350N sem er 400 lítra tæki
 
 
 
 
 
 
Til baka