05. maí 2014

JOHN DEERE sjóvélarnar koma sterkar inn.

Aflhlutir ehf. taka við umboðssölu fyrir hinar heimsþekktu
JOHN DEERE sjóvélar og iðnaðarvélar.

 Á síðasta ári hófum við kynningu og sölu á þessum frábæru gæðavélum. 

En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem John Deere kemur til Íslands.

Árið 2002 tók Merkúr ehf. við söluumboði fyrir John Deere bátavélar og þó Merkúr hafi einnig verið umboðsaðili á Yanmar vélum, þá fór salan á John Deere vélunum vel á stað, þar sem Hrafn var aðalsölumaður bæði á Yanmar og John Deere vélum .

 Hrafn sá strax möguleikana á sölu John Deere vélanna þar sem þær eru þungbyggðari  og tekið er minna afl út úr þeim miðað við rúmtak. Sem sagt John Deere hentaði betur í þyngri og öflugri  atvinnubáta.

Fyrstu tvö árinn seldust  yfir 10 vélar sem þótti mjög gott þar sem um nýtt nafn á Íslenska  markaðnum var að ræða. Eftir að Merkúr ehf var selt árið 2005 þá breyttust áherslur í sölu John Deere vélanna, það má segja, að sölu á þessum hágæða vélum var ekki sinnt sem skyldi.  

Það er skemmst frá því að segja að allar þessar vélar hafa reynst með eindæmum vel sem má dæma á  einróma umsögn eiganda þessara véla, þ.e. að þær eru öruggar, lítið viðhald, einfaldar og þægilegar í notkun. Það sem stendur þó uppúr í umsögn þeirra er hversu með ólíkindum þeim finnst þær  eyðslugrannar.

Frá því að Aflhlutir ehf. tók við söluumboði John Deere á Íslandi á síðasta ári hefur salan farið mjög vel á stað þar sem þegar er búið að selja átta vélar.  

 

 
Til baka