29. maí 2014

FRÁBÆR ÚTKOMA MEÐ JOHN DEERE

Hefði aldrei trúað því hversu mikil breyting varð á, nema að upplifa þetta sjálfur. 

 Þetta segir Stefán Egilsson útgerðarmaður um bátinn sinn Egil ÍS eftir prufukeyrslu og tvo mánuði á veiðum með nýju John Deere 6135AFM75 vélina.

Stefán tók ákvörðun um að skipta um vél í Agli ÍS síðasta haust og eftir skoðun á nokkrum valkostum í vélategundum valdi hann að taka John Deere vél frá Aflhlutum ehf.

John Deere vélin sem fór um borð í Egil ÍS er 13.5 lítra í rúmtaki og skilar 500 hestöflum við 2000 snúninga á mínútu. Vélin er kjölkæld með vatnskældum loftkæli.

Stefán segir að gríðalegur munur sé á eldsneytis-eyðslu frá gömlu vélinni, John Deere vélin sé mun eyðslugrennri. Þó að hann sigli á meiri hraða enn áður þá sé samt mun léttara á öllu, þá segir hann að þegar hann hífir snurvoðina stuði ekki úr vélinni, einnig sé mikill munur á hitastiginu í vélarúminu sem er lægra um tugi gráða. Hvað varðar hávaða þá sé loksins hægt að tala saman í matsalnum án þess að hækka róminn, því John Deere vélinn sé ótrúlega hljóðlát.

 

Til baka