Hliðarskrúfur

  
Kynning á ABT-TRAC
 
 
TRAC hliðarskrúfur eru framleiddar fyrir mikla notkun (Heavy-duty service). Allir gírar og legur eru  framleiddar í yfirstærðum til að skrúfan þoli fullkomlega það álag sem hún getur orðið fyrir þegar báturinn er á veiðum í slæmu veðri, þ.e. þegar skrúfan er á fullum snúningi og fer upp úr sjó og skellur niður aftur - þá myndast mikið álag á skrúfurnar, gírana og legurnar. Aflhlutir ehf. hafa selt mikið af TRAC hliðarskrúfum í skiptum fyrir aðrar tegundir sem ekki hafa þolað þessa notkun.  
 
TRAC hliðarskrúfur framleiða meiri þrýsting frá skrúfum á hvert hestafl en nokkur önnur hliðarskrúfa á markaðinum.
 
TRAC hliðarskrúfurnar hafa tvær NIBRAL skrúfur sem snúast gegn hvor annarri (counter rotation) og eru skrúfurnar útfærðar á þann hátt að þær verja pakkdósirnar fyrir aðskotahlutum sem valdið gætu skemmdum á þeim.
 
TRAC hliðarskrúfurnar eru fáanlegar með vökvastimpilmótor, jafnstraumsmótor eða riðstraumsmótor.
 
 
Sjá heimasíðu ABT-TRAC hér.
 
til baka