Umboð fyrir bátasmiðjuna Bredgaard Boats

Árið 2016 tóku Aflhlutir ehf. við umboði fyrir Danska skipasmíðastöð sem heitir Bredgaard Boats.

Bredgaard Boats sem staðsett er í nýjum húsakynnum í Rödby, hefur framleitt atvinnubáta frá árinu 1967. Helstu viðskiptalönd Bredgaard Boats eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Grænland, Þýskaland, Holland og nú síðast Ísland.

Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá Aflhlutum ehf. varðandi bátasölu, þar sem nú dregur að sjósetningu stærsta vertíðarbáts sem smíðaður hefur verið úr trefjaplasti fyrir íslenskan aðila. Bárður SH-81 sem er í eigu útgerðarmannsins Péturs Péturssonar á Arnarstapa, hefur verið í smíðum hjá Bredgaard Boats síðan í febrúar 2018. Bárður SH-81 er smíðaður undir eftirliti og samkvæmt reglum flokkunarfélagsins Bureau Veritas. Í honum er allt það nýjasta nýtt sem er í boði á markaði í dag.

Endurnýjun á hefðbundnum vertíðarbátum

Hrafn telur að þar sem mikil endurnýjun hefur átt sér stað í togaraflotanum og uppsjávarveiðiskipum sé nú komið að þessum hefðbundnu vertíðarbátum sem hafa setið eftir. Við sjáum að þessir bátar eru flestir komnir til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Þar sem við sjáum að viðhaldskosnaður og óhagkvæmni í rekstri er töluverður miðað við þann búnað sem í boði er í dag. Þar má nefna til dæmis að aðalvélin í Bárði SH sem er frá MAN í Þýskalandi er með eldsneytisnotkun sem gerist vart lægri í þessum vélaflokki, 195 g/kWh og uppfyllir allar þær ströngu kröfur um mengun sem gerðar eru í dag.

Bredgaard Boats