Aflhlutir ehf kynna fyrirtækið Bredgaard Boats í Danmörku.

Aflhlutir hafa frá stofnun árið 2006 haslað sér völl í sölu og þjónustu á vélbúnaði og varahlutum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og verktakastarfsemi. Ein af áhugaverðum nýjungum sem fyrirtækið kynnir á sýningunni er umboðssala nýrra báta frá hinum þekkta framleiðanda í Danmörku, Bredgaard Boats Aps. Bátar frá þeim eru smíðaðir úr trefjaplasti og eru því níðsterkir og á mjög samkeppnishæfu verði komnir hingað til lands.

Nú þegar hefur verið smíðaður stærsti trefja plast bátur fyrir Íslenskan útgerðarmann, Pétur Pétursson er eigandi Bárðs SH-81. Nýr Bárður SH er 27.8 metra langur og 7 metra breiður og er útbúinn bæði til netaveiða og á snurvoð. Bárður SH kemur til með að vera fullkomnasti vertíðarbátur á Íslandi í sýnum stærðarflokki.
Allur búnaður hefur verið valinn með endingu, áreiðanleika, gæði að leiðarljósi, og ekki sýst hagkvæmni í rekstri. Ekki má gleyma umhverfismálunum, þar sem vélbúnaðurinn sem valinn var um borð er með hæðstu gæðastöðlum þegar kemur að umhverfismálum.
Bárður SH er smíðaður undir eftirliti og reglum Bureau Veritas.


Búnaðarlýsing á þeim búnaði sem Aflhlutir ehf hafa afhent um borð í Bárð SH:

Aðalvél: MAN D2862 LE, 900 hestöfl við 1800 sn/mín Heavy Duty
Gír: TWIN DISC MGX 5225 DC, niðurfærslu gír 4.03 : 1, Quick Shift EC300 stjórntæki.

Ljósavélar: ZENORO 50kW með JOHN DEERE vélum og STAMFORD rafölum.

ComAp/ DEIF Hliðarskrúfur: Að framan TRAC 20, Að aftan TRAC 20, 100 hestöfl hvor.

Skrúfubúnaður: TEIGNBRIDGE skrúfa, öxull og stefnisrör, þétti DSS.

Krani: GUERRA MRC78A2.

Snurvoðaspil: AS-SCAN í Danmörku


Fagþekking í eigendahópnum.
Eigendur fyrirtækisins eru Hrafn Sigurðsson, Björn Jóhann Björnsson og Helgi Axel Svavarsson sem allir eru menntaðir vélfræðingar. Helgi Axel Svavarsson þar að auki rafiðnfræðingur að mennt. Mikil þekking á vélbúnaði er því að baki starfsmönnum fyrirtækisins, sem skilar sér í faglegri og vandaðri þjónustu til viðskiptavina. Víðtæk erlend viðskiptavild og erlend sambönd fyrirtæksins skapa því möguleika á að veita viðskiptavinum þjónustu á breiðu sviði.